Skip to content
Search
Close this search box.
Blóðskimun til bjargar rannsóknarhópurinn

Rannsóknarteymið

Sigurður Yngvi Kristinsson

Ábyrgðarmaður rannsóknar

Þorvarður Jón Löve

Læknir

Ásdís Rósa Þórðardóttir

Framkvæmdastjóri

Sigrún Þorsteinsdóttir

Læknir

Sæmundur Rögnvaldsson

Læknir

Anna Kristín B. Jóhannesdóttir

Verkefnastjóri lyfjarannsóknar

Róbert Pálmason

Læknir

Andri Ólafsson

Forritari og gagnagrunnsstjóri

Þórir Einarsson Long

Læknir

Gauti Kjartan Gíslason

Tölfræðingur

Atli Arnarson

Verkefnisstjóri

Jón Kristinn Sigurðsson

Tölfræðingur

Guðrún Ásta Sigurðardóttir

Deildarstjóri Seturs

Erla Berglind Tryggvadóttir

Hjúkrunarfræðingur

Guðlaug Katrín Hákonardóttir

Náttúrufræðingur

Sigurlína Hrönn Steinarsdóttir

Starfsmaður rannsóknarstofu

Þórunn Hanna Ragnarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur

Adam Ray Smith

Náttúrufræðingur

Sandra Jónasdóttir

Verkefnisstjóri

Hrefna Dóra Jóhannesdóttir

Verkefnisstjóri og sjúkraliði

Jón Þórir Óskarsson

Náttúrufræðingur

Elfa Rún Guðmundsdóttir

Hjúkrunarfræðingur

Elín Ruth Reed

Deildarstjóri rannsóknarstofu

Sigurður Yngvi Kristinsson

Ábyrgðarmaður rannsóknar

Þorvarður Jón Löve

Læknir

Ásdís Rósa Þórðardóttir

Framkvæmdastjóri

Sigrún Þorsteinsdóttir

Læknir

Meðrannsakendur

– Andri S. Björnsson, prófessor í sálfræði við HÍ
– Ásbjörn Jónsson, sérfræðingur í myndgreiningum og yfirlæknir á SAk
– Bjarni Agnarsson, prófessor við HÍ og meinafræðingur á LSH
– Brynjar Viðarsson, sérfræðilæknir í blóðsjúkdómum á LSH
– Einar Stefán Björnsson, prófessor við HÍ og yfirlæknir í lyflækningum á LSH
– Elías Eyþórsson, læknir PhD 
– Elías Ólafsson, prófessor við HÍ og læknir á taugalækningadeild LSH
– Gunnar Þór Gunnarsson, yfirlæknir hjartadeildar SAK
– Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs LSH
– Ingunn Þorsteinsdóttir, sérfræðilæknir, klínískri efnafræðideild LSH
– Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir rannsóknastofu LSH
– Jón Gunnlaugur Jónasson, prófessor við HÍ og yfirlæknir á meinafræðideild LSH
– Kristján Orri Helgason, sérfræðilæknir í smitsjúkdómum og sýklafræði á LSH
– Magnús Gottfreðsson, prófessor við HÍ og yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á LSH
– Margrét Sigurðardóttir, meinafræðingur á LSH
– Ola Landgren, prófessor við Sylvester Cancer Center, University of Miami
– Ólafur Eysteinn Sigurjónsson, prófessor við HÍ og forstöðumaður Blóðbankans
– Ólafur Skúli Indriðason, nýrnalæknir á LSH
– Páll Torfi Önundarson, yfirlæknir blóðmeinafræðideildar Rannsóknarsviðs LSH
– Ragnar Danielsen, sérfræðingur í hjartasjúkdómum á LSH
– Runólfur Pálsson, yfirlæknir nýrnalækninga á LSH
– Sigurður Ólafsson, klínískur dósent við HÍ og umsjónarlæknir lifrarlækninga á LSH
– Stephen Harding, yfirmaður rannsókna hjá The Binding Site.
– Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans
– Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í hagfræði við HÍ

Doktorsverkefni

Um verkefnið: Þrátt fyrir að milljónir manna fari í krabbameinsskimun á ári hverju er lítið vitað um áhrif skimunar almennt á andlega heilsu og lífsgæði. Markmiðið með þessu verkefni er að meta áhrif skimunar á áfallastreitueinkenni, kvíða- og þunglyndiseinkenni auk lífsgæða þegar stjórnað hefur verið fyrir seiglu (e. resiliance), félagsstuðning, og áföll í æsku, og hvort þau áhrif séu tímabundin eða vari til lengri tíma.

Leiðbeinendur: Sigurður Yngvi Kristinsson og Andri Steinþór Björnsson.
Doktorsnefnd: Guðmundur Bjarni Arnkelsson, Þorvarður Jón Löve, Sigurður Yngvi Kristinsson, Andri Steinþór Björnsson og Nicholas J. Sibrava.

Um verkefnið: Skilgreining fylgisjúkdóma er þegar tveir eða fleiri sjúkdómar fylgjast að hjá sama sjúklingi. Tilvist fylgisjúkdóma hjá sjúklingum hefur verið tengd við verri lifun, meðal annars hjá einstaklingum greindum með krabbamein og illkynja blóðsjúkdóma. Fáar rannsóknir hafa einblínt á tengsl fylgisjúkdóma og lifunar hjá sjúklingum með mergæxli og lítið hefur verið rannsakað hvaða áhrif fylgisjúkdómar hafa á horfur og val á meðferð. Markmið rannsóknarinnar er því að skoða þetta samband auk þess að smíða nýtt áhættulíkan sem metur lifun nýgreindra einstaklinga með mergæxli út frá fylgisjúkdómum þeirra.

Leiðbeinandi: Sigurður Yngvi Kristinsson.
Doktorsnefnd: Ola Landgren, Unnur Annar Valdimarsdottir, Shaji Kumar og Thor Aspelund. 

Um verkefnið: Árangursrík greining og eftirfylgni einstaklina með forstig mergæxlis er háð því hversu nákvæmlega við getum greint merki um framvindu sjúkdómsins yfir í mergæxli. Markmið rannsóknarinnar er að meta fýsileika þess að nota frumuflæðisjárrannsóknir fyrir bætta greiningu og eftirfylgni á einstaklingum með forstig mergæxlis og veita nýja innsýn inn í hlutverk ónæmisfrumna í nærumhverfi mergæxlisfrumna í sjúkdómsframvindu mergæxlis. Endurtekin beinmergs- og blóðsýni verða tekin úr þátttakendum í rannsókninni Blóðskimun til bjargar á öllum stigum sjúkdómsframvindu mergæxlis til greiningar á mergæxlisfrumum og eðlilegum plasma frumum. Einnig verður fjöldi ónæmisfrumna í beinmerg metinn auk tjáningar á ónæmisstýrandi sameindum einstakra frumugerða. Þetta verður í fyrsta skipti sem frumuflæðisjárrannsóknir verða framkvæmdar í skimuðu þýði einstaklinga með mergæxli og forstig þess og með nákvæmri eftirfylgni þátttakenda skapast einstakt tækifæri til þess að meta fýsileika þeirra til bættrar greiningar og eftirfylgni auk þess að veita nýja sýn á frumusamsetningu og ónæmisfræðilega virkni í nærumhverfi mergæxlisfrumna í sjúkdómsframvindu.

Leiðbeinandi: Sigurður Yngvi Kristinsson.
Doktorsnefnd: Sigrún Þorsteinsdóttir, Róbert Pálmason og Alberto Orfao.

Um verkefnið: Verkefnið er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða faraldsfræðilega rannsókn á áhrifum fjölskyldusögu á lifun mergæxlissjúklinga og framþróun forstigs sjúkdómsins yfir í virkan sjúkdóm. Í þessum hluta rannsóknarinnar mun einnig verða kannað hvort fjölskyldusaga um mergæxli og aðra eitilfrumusjúkdóma hafi í för með sér aukna hættu á greiningu slíkra sjúkdóma í ættingjum sjúklinga með mergæxli og góðkynja einstofna mótefnahækkun. 
Hinn hluti rannsóknarinnar er safngreining á þrettán slembiröðuðum klínískum rannsóknum og mun leitast við að ákvarða áhrif blóðsega á horfur mergæxlissjúklinga sem hlutu meðferð með lenalidomide og thalidomide sem og svörun þeirra við meðferð. Enn fremur verður könnuð sú tilgáta hvort að léttheparín gæti gegnt hlutverki við að sporna gegn vexti mergæxlisfrumna.

Leiðbeinandi: Sigurður Yngvi Kristinsson

Um verkefnið: Mergæxli er krabbamein í beinmerg og einkenna sjúkdómsins verður oft ekki vart fyrr en hann hefur haft alvarleg áhrif á heilsuna. Samfara auknum rannsóknum og nýjum og betri lyfjum hafa horfur sjúklinga batnað talsvert síðastliðin ár. Góðkynja einstofna mótefnahækkun er forstig mergæxlis. Lítið er vitað um ástæður þess að sumir einstaklingar fái góðkynja mótefnahækkun og vitað er að í vissum tilfellum getur þessi mótefnahækkun horfið með tíma. Lítið er vitað um ástæður þessa. Markmið rannsóknarinnar er að nota massagreini sem er nýstárleg og næmari aðferð við að greina og fylgja eftir góðkynja einstofna mótefnahækkun og skoða sérstaklega þá einstaklinga þar sem mótefnahækkunin gengur með tímanum til baka. Vonumst við til þess að þetta geti hjálpað okkur að skilgreina enn frekar tilurð mergæxlis.

Leiðbeinandi: Sigurður Yngvi Kristinsson.
Doktorsnefnd: Þorvarður Löve, Sigrún Þorsteinsdóttir, Stephen Harding og Malin Hultcrantz.

Um verkefnið: Immúnóglóbúlín eru mótefni í blóði sem eru framleidd af frumum ónæmiskerfisins. Skortur á þessum mótefnum er talinn tengjast  sýkingum og verri horfum, sérstaklega þegar hann er orsakaður af meðfæddum ónæmisgöllum. Lítið er hins vegar vitað um dreifingu immúnóglóbúlína í sermi í almennu þýði og engin fyrri rannsókn hefur metið hvort, og við hvaða mörk lágra immúnóglóbúlín gilda, tíðni eða alvarleiki sýkinga eykst. Markmið rannsóknarinnar er að nýta iStopMM þýðið til að svara þessum spurningum.

Leiðbeinendur: Elías Eyþórsson og Þórir Long Einarsson.

Doktorsnefnd: Sigurður Yngvi Kristinsson, Elías Eyþórsson, Þórir Long Einarsson, Sigrún Einarsdóttir og Þórunn Ásta Ólafsdóttir.

Útskrifaðir doktorar

Um verkefnið: Mergæxli (MM) er ólæknandi sjúkdómur í beinmergi. Síðastliðin ár hafa komið á markað ný lyf sem hafa stóraukið lífslíkur þessara sjúklinga. Nýlegar niðurstöður og rannsóknir benda til þess að líkur á hvítblæði (AML) og mergmisþroska (MDS) hafi aukist hjá sjúklingum með MM, sérstaklega þegar nýju lyfin eru notuð. Undirliggjandi ástæður þessa eru óljósar og áhættuþættir umbreytingar ekki þekktir. Ætlunin er að rannsaka alla sjúklinga sem greindir hafa verið með MM í Svíþjóð á árunum 1958-2012. Með því að tengja þann hóp saman við krabbameinsskrá fást upplýsingar um alla sem hafa síðar greinst með AML/MDS. Nákvæmar upplýsingar um meðferð og rannsóknarniðurstöður við greiningu, meðal annars blóðrannsóknir og niðurstöður beinmergsskoðunar verða skráðar úr sjúkraskrám. Markmiðið er að auka skilning og þekkingu á áhættuþáttum AML/MDS-umbreytingar hjá sjúklingum með MM.

Leiðbeinandi: Sigurður Yngvi Kristinsson.
Doktorsnefnd: Ola Landgren, Magnus Bjorkholm, Anna Porwit og Magnús Karl Magnússon.

Um verkefnið:  Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) er alltaf undanfari mergæxlis en MGUS er samkvæmt skilgreiningu einkennalaus og er tíðni sjúkdómsins háð aldri. Orsök MGUS er óþekkt og var markmiðið með þessu verkefni að kanna tengsl þess við holdafar og mataræði og notast við gögn frá Hjartavernd. Með því að bera saman einstaklinga með og án MGUS og tengja við holdafar og mataræði í gegnum æviskeið þeirra getum við svarað mikilvægum spurningum er snúa að lífsstílstengdri áhættu MGUS.

Leiðbeinandi: Sigurður Yngvi Kristinsson
Doktorsnefnd: Sigrún Helga Lund, Laufey Steingrímsdóttir, Vilmundur Guðnason og Ola Landgren.

Um verkefnið: Mergfrumuæxli (multiple myeloma) er krónískur illkynja B-frumu sjúkdómur sem einkennist af stjórnlausri skiptingu plasmafrumna í beinmergnum. Nær öll tilfelli mergfrumuæxlis koma í kjölfar ástands er kallast góðkynja einstofna mótefnahækkun (monoclonal gammopathy of undetermined significance, MGUS), sem er einkennalaust ástand af óþekktum uppruna. Sjúklingar með mergfrumuæxli hafa hátt nýgengi á beinasjúkdómi. Samband beinasjúkdóms og MGUS hefur ekki verið rannsakað að fullu. Verkefninu verður skipt upp í þrjá hluta. Markmið fyrsta hluta verkefnisins er að notast við gögn Reykjavíkurrannsóknar Hjartaverndar til að rannsaka beinasjúkdóm í einstaklingum með MGUS. Annar hluti verkefnisins snýr að beinasjúkdómi í sjúklingum með mergfrumuæxli. Notast verður við sænsku krabbameinsskrána þar sem upplýsingar um sjúklinga með mergfrumuæxli verða tengdar við greiningar á beinþynningu og beinbrotum og borið saman við heilbrigða einstaklinga. Í þriðja hluta verkefnisins verður lifun hjá sjúklingum með mergfrumuæxli í nýjum gögnum úr sænsku krabbameinsskránni skoðuð. Reiknuð verður lifun í mismunandi aldursflokkum og þróun lifunar skoðuð í ljósi opinberra meðferðarfyrirmæla á hverju tímabili.

Leiðbeinandi: Sigurður Yngvi Kristinsson.
Doktorsnefnd: Gunnar Sigurðsson, Vilmundur Guðnason og Ola Landgren.

Um verkefnið: Góðkynja einstofna mótefnahækkun (MGUS) er einkennalaust forstig mergæxlis og skyldra sjúkdóma. MGUS greinist oftast fyrir tilviljun í tengslum við greiningu annarra sjúkdóma og því eru fæstir með MGUS sem vita af því og þýði sjúklinga með MGUS í gagnasöfnun eru líklega bjöguð í átt að sjúklingum sem hafa einnig aðra sjúkdóma. Markmið doktorsverkefnins er að áætla hvaða afleiðingar skimun fyrir MGUS hefur á snemminngrip í mergæxlum og skyldum sjúkdómum og hvernig gögn um stóran hóp einstaklinga sem hafa verið skimaðir fyrir MGUS munu breyta skilningi okkar á faraldsfræði MGUS og fylgikvillum þess.

Leiðbeinandi: Sigurður Yngvi Kristinsson.
Doktorsnefnd: Thor Aspelund, Gyða Björnsdóttir, Elías Ólafsson og Ola Landgren.

Um verkefnið: Krónískt eitilfrumuhvítblæði (e. Chronic Lymphocytic Leukemia, CLL) er algengasta hvítblæðið á Vesturlöndum. Það kemur fyrst og fremst fram í eldra fólki og er meðalaldur við greiningu um 75 ár. Ný lyf hafa bætt lifun sjúklinga með CLL. Sjúklingar með CLL eru ónæmisbældir, bæði vegna áhrifa sjúkdómsins á ónæmiskerfið en einnig vegna nýju lyfjanna sem flest hafa ónæmisbælandi áhrif. Í doktorsverkefninu mínu ætla ég bæði að skoða hvernig lifun og horfur sjúklinga með CLL hefur verið að breytast undanfarna áratugi, en einnig skoða tíðni og alvarleika sýkinga hjá sjúklingum með CLL.

Leiðbeinandi: Sigurður Yngvi Kristinsson.
Doktorsnefnd: Ola Landgren, Magnus Björkholm og Magnús Gottfreðsson.

Aðrir ungir vísindamenn

– Ástrún Helga Jónsdóttir B.S.
– Anna Karen Richardson B.S.
– Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir, læknir.
– Kristján Guðmundsson B.S.
– Marína Rós Levy, læknir.
– Styrmir Hallsson B.S.

With funding from European Research Council (ERC)

This project has received funding from the European Research Council (ERC) under the European Union’s Horizon 2020 research and innovation programme (grant agreement No 716677)