Skip to content
Search
Close this search box.

Til þátttakenda

Við þökkum fyrir frábærar viðtökur á rannsókninni. Ekki er lengur hægt að skrá sig til þátttöku.

Þátttakendur heima í stofu

Nú hafa ríflega 75 þúsund sýni verið skimuð og alls hafa rúmlega 3600 manns greinst með forstig mergæxlis og tæplega 300 með lengra genginn sjúkdóm eða mallandi mergæxli.

Einstaklingum með mallandi mergæxli hefur verið boðin þátttaka í lyfjarannsókn með það að markmiði að koma í veg fyrir framþróun sjúkdómsins yfir í mergæxli. Með skimuninni hefur því verið hægt að finna einkennalausa einstaklinga og hefja lyfjameðferð fyrr en ella hefði verið mögulegt. Auk þess er fylgst með þátttakendum sem greinast með forstig mergæxlis með reglubundnu eftirliti.

Nú þegar hafa tæplega 60 manns hafið lyfjameðferð með líftæknilyfjum við mallandi mergæxli. Fyrstu sjúklingarnir hafa nú lokið meðferð og virðist hún vera mjög áhrifarík og sjúklingar þola hana almennt vel. Í tengslum við rannsóknina hefur forsvarsfólk Blóðskimunar til bjargar fengið lyf að verðmæti 2,5 milljarða íslenskra króna til að nota í lyfjarannsókninni, Íslendingum að kostnaðarlausu.

Með því að nota nýjustu líftæknilyf fá sjúklingarnir bestu mögulegu meðferð við sjúkdómi sínum. Lífsgæðahluti rannsóknarinnar er einnig mikilvægur því niðurstöður þaðan gefa vísbendingar um hvaða áhrif skimun eða vitneskja um mögulega sjúkdóma getur haft á líf og líðan fólks.

Hver er staða rannsóknarinnar?

Markmið

Með rannsókninni mun fyrst og fremst skapast ómetanleg vitneskja um forstig mergæxlis og eftirfylgni þess.

Að geta greint mergæxli fyrr en ella mun verða til þess að þeir sem greinast fái nákvæmari greiningu en nú er mögulegt og bestu meðferð við sjúkdómi sínum svo fljótt sem auðið er.

Þátttakendur sem greinast með forstig mergæxlis verða í áframhaldandi eftirliti og sjúklingar með mergæxli eru meðhöndlaðir fyrr en ella.

Rannsóknin Blóðskimun til bjargar lýtur að lögum og reglum varðandi vísindarannsóknir og með leyfi Vísindasiðanefndar. 

Hægt er að segja sig úr rannsókninni með því að senda tölvupóst á urskraning@blodskimun.is eða bréf til ábyrgðarmanns.