Skip to content
Search
Close this search box.

Ráðstefna Perluvina

Ráðstefna Perluvina hópmynd

Sæmundur Rögnvaldsson, læknir og doktorsnemi hjá rannsókninni Blóðskimun til bjargar, kynnti niðurstöður á ráðstefnu á vegum International Myeloma Foundation, Perluvina – félags um mergæxli, Landspítala og Háskóla Íslands.

Til hamingju með frábæra ráðstefnu og ómetanlegt samstarf!

Þátttakan í rannsókninni hefur farið fram úr okkar björtustu vonum en alls hafa rúmlega 80.000 manns skráð sig til þátttöku. Við erum nú búin að skima 62.000 manns með blóðprufu og höfum fundið 2101 manns með forstig mergæxlis, 117 manns með mallandi mergæxli og 16 manns með virkt mergæxli.

Þeim sem hafa virkt mergæxli og sumum með mallandi mergæxli hefur verið vísað í meðferð sem gæti komið í veg fyrir líffæraskemmdir vegna mergæxlis og bætt horfur þeirra. Hinum, sem hafa forstig mergæxlis er fylgt í slembiraðari rannsókn þar sem kannaður verður ávinningur af því að fylgja fólki með forstig mergæxlis.

Mikilvægur þáttur rannsóknarinnar er svo að kanna hvaða áhrif greining slíks forstigs hefur á lífsgæði en við spyrjum þátttakendur reglulega út í lífsgæði og andlega líðan. Þannig getum við metið árangur skimunar en líka skaðsemi og dregið svo ályktun um það hvort beri að skima fyrir mergæxli og forstigum þess, en það er markmið rannsóknarinnar.

Að rannsókninni stendur stór hópur sem ennþá fer stækkandi. Hún væri hins vegar ómöguleg ef ekki væri fyrir einstakan vilja íslensku þjóðarinnar til að taka þátt í rannsóknum sem þessari og leggja sitt af mörkum til vísindanna. Fyrir það erum við öll í teyminu ótrúlega þakklát.

Deila

Meira

CNN sýnir frá rannsókninni

International Myeloma Foundation – 01/03/2017 CNN kom til landsins með hinn virta Dr. Sanjay Gupta í broddi fylkingar til þess að fjalla um Blóðskimun til

Risastyrkur til frekari rannsókna á mergæxli

Háskóli Íslands 17/03/2022. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðilæknir við Landspítala, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um

Fyrsta greinin birt í Blood Cancer Journal

Í maí 2021 var fyrsta greinin birt í Blood Cancer Journal. „Iceland screens, treats, or prevents multiple myeloma (iStopMM): a population-based screening study for monoclonal gammopathy