Jón Þórir Óskarsson, doktorsnemi við HÍ og starfsmaður Blóðskimunar til bjargar flutti erindi á 19. ársfundi International Myeloma Society sem haldin var í Los Angeles í ágúst og hlaut verðlaunin International Myeloma Society Young Investigator Award for Exemplary Abstract sem veitt voru fyrir fyrirmyndar erindi Jóns Þóris. Erindið ber titilinn: Detection of Abnormal Plasma Cells by Multiparameter Flow Cytometry in a Screened Cohort of Patients with Monoclonal Gammopathy of Undetermined Significance. Blóðskimun til bjargar óskar Jóni Þóri til hamingju með verðlaunin.