Í frétt á vef HÍ segir frá afrakstri vísindafólks Blóðskimunar til bjargar. Læknarnir Sigrún Þorsteinsdóttir og Sigurður Yngvi Kristinsson ásamt stórum hópi fólks sem að mestum hluta starfar við Háskóla Íslands og Landspítala segja frá niðurstöðum rannsóknarinnar í Nature Medicine einu virtasta vísindatímariti heims. Þau segja niðurstöðurnar mikilvægar þar sem tvær lyfjarannsóknir hafa bent til þess að það að hefja meðferð við mergæxli áður en það veldur einkennum og líffæraskaða geti verið gagnlegt fyrir sjúklinga. Niðurstöður Blóðskimunar til bjargar benda til þess að með skimun megi bera kennsl á þessa einstaklinga.
Algengi forstigs mergæxlis lýst í fyrsta skipti með niðurstöðum Blóðskimunar til bjargar

Deila
Meira

Ráðstefna Perluvina
16/11/2019
Sæmundur Rögnvaldsson, læknir og doktorsnemi hjá rannsókninni Blóðskimun til bjargar, kynnti niðurstöður á ráðstefnu á vegum International Myeloma Foundation, Perluvina – félags um mergæxli, Landspítala

50 milljóna króna styrkur fyrir rannsóknir á mallandi mergæxli: Greining og inngrip snemma
19/01/2021
Það er okkur sannur heiður að tilkynna að Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar, hlaut á dögunum Öndvegisstyrk rannsóknasjóðs upp á

Jón Þórir ver doktorsritgerð
24/06/2025
Í liðinni viku varði Jón Þórir Óskarsson doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið „Innsýn í beinmerginn: Notagildi frumuflæðisjár