Skip to content
Search
Close this search box.

Um fjögur þúsund með forstig mergæxlis

Í frétt Morgunblaðsins 20. desember 2021 kemur fram að um 5% þátttakenda 40 ára og eldri í rannsókninni „Blóðskimun til bjargar“ greindust með forstig mergæxlis. Niðurstöðurnar voru m.a. birtar á stórri árlegri læknaráðstefnu í Atlanta í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum og vöktu mikla athygli. Í óformlegri skoðanakönnun hlaut rannsóknarverkefnið flest atkvæði helstu sérfræðinga í mergæxli í heiminum, sem áhugaverðasta framlagið.

Fyrir fimm árum hóf Sigurður Yngvi Kristinsson vinnu við að svara rannsóknarspurningunni hvort það sé ávinningur að því að skima fyrir forstigi mergæxlis. Rúm­lega 80 þúsund ein­stak­ling­ar tóku þátt og vakti þessi mikla þátttaka athygli á læknaráðstefnunni í Atlanta og er að sögn Sigurðar Yngva lykilatriði í rannsókninni. „Íslend­ing­ar eru mjög opn­ir og til í að taka þátt í vís­inda­rann­sókn­um, við erum upp­lýst þjóð.“

 

Deila

Meira

Sigurður Yngvi verðlaunaður

Sigurður Yngvi verðlaunaður

Sigurður Yngvi Kristinson, ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar, hlaut á dögunum verðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Verðlaunin eru kennd við Dr. Brian Durie,