Í frétt á vef HÍ segir frá afrakstri vísindafólks Blóðskimunar til bjargar. Læknarnir Sigrún Þorsteinsdóttir og Sigurður Yngvi Kristinsson ásamt stórum hópi fólks sem að mestum hluta starfar við Háskóla Íslands og Landspítala segja frá niðurstöðum rannsóknarinnar í Nature Medicine einu virtasta vísindatímariti heims. Þau segja niðurstöðurnar mikilvægar þar sem tvær lyfjarannsóknir hafa bent til þess að það að hefja meðferð við mergæxli áður en það veldur einkennum og líffæraskaða geti verið gagnlegt fyrir sjúklinga. Niðurstöður Blóðskimunar til bjargar benda til þess að með skimun megi bera kennsl á þessa einstaklinga.
Algengi forstigs mergæxlis lýst í fyrsta skipti með niðurstöðum Blóðskimunar til bjargar
Deila
Meira

Blóðskimun til bjargar hófst með formlegum hætti í dag
15/11/2016
Feykir – 15/11/2016 Á vef Feykis er sagt frá því að Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum hófst með formlegum hætti í Norræna húsinu

Blóðskimun til bjargar um land allt
19/06/2017
Blóðskimunarteymið lagði land undir fót og setti í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri upp tímabundna starfsstöð, til að koma til móts við þátttakendur á landsbyggðinni

300 milljóna styrkur fyrir lífsýnasafn rannsóknarinnar Blóðskimunar til bjargar
05/03/2019
Blóðskimun til bjargar hlaut á dögunum ríflegan styrk sem gerir Sigurði Yngva Kristinssyni og samstarfsfólki hans kleift að byggja upp einstakt lífssýnasafn í kringum verkefnið