Í desember 2021 var greinin „Monoclonal gammopathy of undetermined significance and COVID-19: a population-based cohort study“ birt í Blood Cancer Journal og er önnur greinin sem birtist þar á árinu. Forstig mergæxlis hefur verið tengt skertu ónæmissvari og sýkingum í fyrri rannsóknum og kenningar hafa verið uppi um að forstig mergæxlis gæti haft áhrif á smithættu og horfur í COVID-19. Þessi rannsókn er sú stærsta og ítarlegasta um þetta efni og sýndi að forstig mergæxlis hefur ekki áhrif á smithættu eða horfur í COVID-19. Niðurstöðurnar eru óvæntar og endurspegla það hvernig niðurstöður úr Blóðskimunn til bjargar geta breytt sýn okkar á sjúkdómnum.
Forstig mergæxlis ekki tengt auknum líkum á COVID-19 – grein birt í Blood Cancer Journal

Deila
Meira

Yfirlitsgrein um áhættuþætti forstigs mergæxlis birt í Frontiers in Immunology
29/04/2022
Yfirlitsgreinin „Autoimmunity, Infections, and the Risk of Monoclonal Gammopathy of Undetermined Significance“ birtist nýverið í Frontiers in Immunology. Sjálfsónæmissjúkdómar og sýkingar eru taldar stuðla að

Stærsti styrkur sem íslenskum hópi vísindamanna hefur hlotnast
12/04/2016
Hringbraut – 12/04/2016 Hópur vísindamanna undir forystu Sigurðar Yngva Kristinssonar, yngsta prófessorsins í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðings við Landspítala, hefur hlotið um

Stærsta rannsókn á mergæxli í heimi
03/04/2020
Fréttablaðið – 03/04/2020 Alls hafa 24 verið greindir með mergæxli í rannsókninni Blóðskimun til bjargar. Í dag kynnir Sigrún Þorsteinsdóttir læknir fyrstu niðurstöður úr rannsókninni