Skip to content
Search
Close this search box.

Markmið okkar​ er að kanna mögulegan ávinning þess að skima fyrir forstigi mergæxlis

Rannsóknarstofa

Ein viðamesta vísindarannsókn Íslandssögunnar

Öllum einstaklingum búsettum á Íslandi, fæddum 1975 og fyrr, var boðin þátttaka

boðin þátttaka
147000
veittu upplýst samþykki
79000
blóðsýni hafa borist
74000

„Þannig viljum við rannsaka hvort við getum komið í veg fyrir að fólk þrói með sér krabbameinið með því að skima fyrir forstiginu.“

– Sigurður Yngvi Kristinsson, ábyrgðarmaður rannsóknar

Hvað er forstig mergæxlis?

Forstig mergæxlis er góðkynja og einkennalaust

4%

Um 4% þeirra sem eru 40 ára og eldri bera forstig mergæxlis

1%

Aðeins 1% þeirra hafa forstig sem þróast í mergæxli á hverju ári.

Við þökkum fyrir frábærar viðtökur

Ekki er lengur hægt að skrá sig til þátttöku í rannsókninni.

thumbnail_blodskimun
Vigdís Finnbogadóttir

Verndari verkefnisins

Vigdís Finnbogadóttir

Forseti Íslands 1980–1996

„Við Íslendingar stöndum framarlega í baráttunni gegn krabbameini. Nú gefst okkur tækifæri til að leggja lið mikilvægum rannsóknum með því að taka þátt í þjóðarátaki gegn mergæxlum. Árangur þessarar umfangsmiklu rannsóknar er undir því kominn að þátttaka verði almenn svo unnt verði að byggja á henni til framtíðar. Sem verndari þessa átaks höfða ég til landsmanna allra að ganga til liðs við færustu vísindamenn okkar, sem vinna að þessu verkefni í þágu okkar allra.“