Blóðskimun til bjargar hlaut á dögunum ríflegan styrk sem gerir Sigurði Yngva Kristinssyni og samstarfsfólki hans kleift að byggja upp einstakt lífssýnasafn í kringum verkefnið Blóðskimunar til bjargar.
„Við munum geta safnað lífssýnum, eins og blóði og beinmerg, úr þátttakendum sem hægt er að nota í frekari rannsóknir varðandi greiningar og horfur á forstigi mergæxlis. Þannig verður hægt að nota nýja tækni þegar hún verður til og sækja þessi sýni í frystinn. Einnig munum við geta beitt mun næmari aðferðum til að greina með mikilli nákvæmni mergæxlisfrumur þótt þær séu eingöngu ein af milljón, bæði í beinmerg og blóði.“