Skip to content
Search
Close this search box.

Doktorsvörn Sæmundar Rögnvaldssonar

Sæmundur Rögnvaldsson varði doktorsritgerð sína Klínísk þýðing góðkynja einstofna mótefnahækkunar: Aðferðafræðilegar lausnir til að rannsaka einkennalaust forstig. (Monoclonal gammopathy of what significance? Overcoming the methodological limitations of studying an asymptomatic precursor disorder) í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands þann 10. október síðastliðinn.

Andmælendur voru dr. Angela Dispenzieri, prófessor við Mayo Clinic í Bandaríkjunum, og dr. Lárus Steinþór Guðmundsson, dósent við Lyfjafræðideild HÍ.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Læknadeild. Auk hans sátu í doktorsnefnd Elías Ólafsson, prófessor, Gyða Björnsdóttir, rannsakandi, Ola Landgren, prófessor og Thor Aspelund, prófessor.

Blóðskimunarteymið óskar Sæmundi innilega til hamingju.

Deila

Meira