Skip to content

Doktorsvörn Sæmundar Rögnvaldssonar

Sæmundur Rögnvaldsson varði doktorsritgerð sína Klínísk þýðing góðkynja einstofna mótefnahækkunar: Aðferðafræðilegar lausnir til að rannsaka einkennalaust forstig. (Monoclonal gammopathy of what significance? Overcoming the methodological limitations of studying an asymptomatic precursor disorder) í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands þann 10. október síðastliðinn.

Andmælendur voru dr. Angela Dispenzieri, prófessor við Mayo Clinic í Bandaríkjunum, og dr. Lárus Steinþór Guðmundsson, dósent við Lyfjafræðideild HÍ.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Læknadeild. Auk hans sátu í doktorsnefnd Elías Ólafsson, prófessor, Gyða Björnsdóttir, rannsakandi, Ola Landgren, prófessor og Thor Aspelund, prófessor.

Blóðskimunarteymið óskar Sæmundi innilega til hamingju.

Deila

Meira

Rannsóknarhópur

Er skimun réttlætanleg eða ekki?

Læknablaðið 06/2016 Það er ein fjölmargra spurninga sem rannsóknarverkefninu Blóðskimun til bjargar er ætlað að svara og sagt er frá í Læknablaðinu.

Guðrún Ásta Sigurðardóttir og Elín Ruth Reed

Blóðskimun til bjargar um land allt

Blóðskimunarteymið lagði land undir fót og setti í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri upp tímabundna starfsstöð, til að koma til móts við þátttakendur á landsbyggðinni

Fyrsta greinin birt í Blood Cancer Journal

Í maí 2021 var fyrsta greinin birt í Blood Cancer Journal. „Iceland screens, treats, or prevents multiple myeloma (iStopMM): a population-based screening study for monoclonal gammopathy