Nú á dögunum hlaut samstarfsaðili okkar, auglýsingastofan Hvíta húsið, Áruna fyrir aðkomu sína að verkefninu Blóðskimun til bjargar. Áran er verðlaun sem ÍMARK veitir fyrir árangursríkustu auglýsingaherferð ársins. Herferðin var samvinnuverkefni Blóðskimunarteymisins, Hvíta hússins, Loftfarsins og Atons. Við í Blóðskimunarteyminu erum stolt af samstarfinu og himinlifandi yfir árangrinum. Við óskum öllum hlutaðeigandi til hamingju og þökkum þeim sem veitt hafa samþykki sitt fyrir þátttöku í rannsókninni kærlega fyrir.
Blóðskimun til bjargar fékk Áruna
Deila
Meira

Blóðskimun til bjargar um land allt
19/06/2017
Blóðskimunarteymið lagði land undir fót og setti í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri upp tímabundna starfsstöð, til að koma til móts við þátttakendur á landsbyggðinni

300 milljóna styrkur fyrir lífsýnasafn rannsóknarinnar Blóðskimunar til bjargar
05/03/2019
Blóðskimun til bjargar hlaut á dögunum ríflegan styrk sem gerir Sigurði Yngva Kristinssyni og samstarfsfólki hans kleift að byggja upp einstakt lífssýnasafn í kringum verkefnið

Verðlaun fyrir frumkvæði og forystu
08/06/2024
Á ársfundi Háskóla Íslands á dögunum fékk Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor við HÍ og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar verðlaun skólans fyrir frumkvæði og forystu en hann hefur