Nú á dögunum hlaut samstarfsaðili okkar, auglýsingastofan Hvíta húsið, Áruna fyrir aðkomu sína að verkefninu Blóðskimun til bjargar. Áran er verðlaun sem ÍMARK veitir fyrir árangursríkustu auglýsingaherferð ársins. Herferðin var samvinnuverkefni Blóðskimunarteymisins, Hvíta hússins, Loftfarsins og Atons. Við í Blóðskimunarteyminu erum stolt af samstarfinu og himinlifandi yfir árangrinum. Við óskum öllum hlutaðeigandi til hamingju og þökkum þeim sem veitt hafa samþykki sitt fyrir þátttöku í rannsókninni kærlega fyrir.
Blóðskimun til bjargar fékk Áruna

Deila
Meira

Algengi forstigs mergæxlis lýst í fyrsta skipti með niðurstöðum Blóðskimunar til bjargar
24/03/2023
Í frétt á vef HÍ segir frá afrakstri vísindafólks Blóðskimunar til bjargar. Læknarnir Sigrún Þorsteinsdóttir og Sigurður Yngvi Kristinsson ásamt stórum hópi fólks sem að

Viðtal við Sigurð Yngva í síðdegisútvarpinu
18/11/2020
Blóðskimun til bjargar er ein viðamesta rannsókn Íslandssögunnar. Blóðsýni hafa verið tekin úr um 70.000 manns og þau skimuð fyrir mergæxli, sem er alvarlegur sjúkdómur.

Andleg líðan Íslendinga í fyrstu bylgju COVID-19 – grein birt í Journal of Internal Medicine
07/02/2022
Greinin „The first wave of COVID-19 and concurrent social restrictions were not associated with a negative impact on mental health and psychiatric well-being“ var birt