Á dögunum varði Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir læknir doktorsritgerð sína við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið „Handan rannsóknastofunnar: Áhættuþættir, lifun og fylgisjúkdómar hjá einstaklingum með góðkynja einstofna mótefnahækkun og mergæxli“.
Andmælendur voru dr. Charlotte Pawlyn, blóðsjúkdómafræðingur við The Institute of Cancer Research: Royal Cancer Hospital í London, og dr. Francesca Gay, blóðsjúkdómafræðingur og dósent við University of Torino á Ítalíu. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar.
Auk hans sátu í doktorsnefnd Sigrún Þorsteinsdóttir, nýdoktor, Thor Aspelund, prófessor, Ola Landgren, prófessor og yfirlæknir við Sylvester Comprehensive Cancer Center sjúkrahúsið í Miami, og Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor.
Blóðskimunarteymið sendir heillaóskir til Ingigerðar og þakkir fyrir frábært samstarf og vináttu.