Skip to content
Search
Close this search box.

Algengi forstigs mergæxlis lýst í fyrsta skipti með niðurstöðum Blóðskimunar til bjargar

Í frétt á vef HÍ segir frá afrakstri vísindafólks Blóðskimunar til bjargar. Læknarnir Sigrún Þorsteinsdóttir og Sigurður Yngvi Kristinsson ásamt stórum hópi fólks sem að mestum hluta starfar við Háskóla Íslands og Landspítala segja frá niðurstöðum rannsóknarinnar í Nature Medicine einu virtasta vísindatímariti heims. Þau segja niðurstöðurnar mikilvægar þar sem tvær lyfjarannsóknir hafa bent til þess að það að hefja meðferð við mergæxli áður en það veldur einkennum og líffæraskaða geti verið gagnlegt fyrir sjúklinga. Niðurstöður Blóðskimunar til bjargar benda til þess að með skimun megi bera kennsl á þessa einstaklinga.

Deila

Meira

Sigurður Yngvi verðlaunaður

Sigurður Yngvi verðlaunaður

Sigurður Yngvi Kristinson, ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar, hlaut á dögunum verðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Verðlaunin eru kennd við Dr. Brian Durie,