Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðilæknir við Landspítala, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council ) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum. Á fjórða þúsund manns hefur greinst með forstig slíks æxlis í rannsókninni og lyfjarannsókn, sem sjúklingunum sem greinst hafa með lengra genginn sjúkdóm hefur verið boðið að taka þátt í, lofar afar góðu.
Risastyrkur til frekari rannsókna á mergæxli
Deila
Meira

Hlýtur 300 milljóna króna styrk til rannsókna á mergæxli
12/04/2016
Háskóli Íslands – 12/04/2016 Á vef Háskóla Íslands kemur fram að hópur vísindamanna undir forystu Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands

Doktorsnemi hjá Blóðskimun til bjargar hlýtur verðlaun
27/08/2022
Jón Þórir Óskarsson, doktorsnemi við HÍ og starfsmaður Blóðskimunar til bjargar flutti erindi á 19. ársfundi International Myeloma Society sem haldin var í Los Angeles

Rúmlega þrítugur reiknir leystur af hólmi
01/06/2017
Læknablaðið 06/2017 Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir og Sölvi Rögnvaldsson fengu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir framlag sitt til verkefnisins Blóðskimun til bjargar.