Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðilæknir við Landspítala, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council ) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum. Á fjórða þúsund manns hefur greinst með forstig slíks æxlis í rannsókninni og lyfjarannsókn, sem sjúklingunum sem greinst hafa með lengra genginn sjúkdóm hefur verið boðið að taka þátt í, lofar afar góðu.
Risastyrkur til frekari rannsókna á mergæxli

Deila
Meira

Ævintýraleg þátttaka í mergæxlisátaki
16/03/2017
Vísir – 16/03/2017 Á visir.is er sagt frá því að nú þegar hafa um 72 þúsund Íslendingar skráð sig til þátttöku í blóðskimunarátakinu Blóðskimun til

CNN sýnir frá rannsókninni
01/03/2017
International Myeloma Foundation – 01/03/2017 CNN kom til landsins með hinn virta Dr. Sanjay Gupta í broddi fylkingar til þess að fjalla um Blóðskimun til

Land víkinganna gæti átt lækningu við krabbameini
06/04/2017
CNBC – 06/04/2017 Í innslagi á sjónvarpsstöðinni CNBC segir að stundum geti nýsköpun sem breytt geti heiminum komið fram á ólíklegustu stöðum og það eigi