Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðilæknir við Landspítala, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council ) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum. Á fjórða þúsund manns hefur greinst með forstig slíks æxlis í rannsókninni og lyfjarannsókn, sem sjúklingunum sem greinst hafa með lengra genginn sjúkdóm hefur verið boðið að taka þátt í, lofar afar góðu.
Risastyrkur til frekari rannsókna á mergæxli

Deila
Meira

Samantekt um Blóðskimun til bjargar í Nature Portfolio Cancer Community
02/06/2021
Nature Portfolio Cancer Community – 21/06/2021 Í samantektinni í Nature Portfolio Cancer Community er fjallað um rannsóknina Blóðskimun til bjargar og að alls skráðu 54%

Heilbrigðisráðherra við opnun Blóðskimunarseturs
18/05/2017
Stjórnarráðið – 18/05/2017 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor voru samhentir við formlega opnun Blóðskimunarsetursins í liðinni viku. Ráðherrann hélt stutt ávarp og

Íslenskir heilbrigðisgagnagrunnar eru mjög áreiðanlegir – grein birt í Scandinavian Journal of Public Health
15/12/2021
Í desember birtist greinin „Validity of chronic disease diagnoses in Icelandic healthcare registries“ í Scandinavian Journal of Public Health. Mikið af rannsóknum sem verða framkvæmdar innan