Skip to content
Search
Close this search box.

Doktorsvörn Ingigerðar S. Sverrisdóttur

Á dögunum varði Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir læknir doktorsritgerð sína við læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið „Handan rannsóknastofunnar: Áhættuþættir, lifun og fylgisjúkdómar hjá einstaklingum með góðkynja einstofna mótefnahækkun og mergæxli“.

Andmælendur voru dr. Charlotte Pawlyn, blóðsjúkdómafræðingur við The Institute of Cancer Research: Royal Cancer Hospital í London, og dr. Francesca Gay, blóðsjúkdómafræðingur og dósent við University of Torino á Ítalíu. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar. 

Auk hans sátu í doktorsnefnd Sigrún Þorsteinsdóttir, nýdoktor, Thor Aspelund, prófessor, Ola Landgren, prófessor og yfirlæknir við Sylvester Comprehensive Cancer Center sjúkrahúsið í Miami, og Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor.

Blóðskimunarteymið sendir heillaóskir til Ingigerðar og þakkir fyrir frábært samstarf og vináttu.

Deila

Meira

Sigurður Yngvi verðlaunaður

Sigurður Yngvi verðlaunaður

Sigurður Yngvi Kristinson, ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar, hlaut á dögunum verðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Verðlaunin eru kennd við Dr. Brian Durie,