Skip to content
Search
Close this search box.

Doktorsvörn Vilhjálms Steingrímssonar

Vilhjálmur Steingrímsson varði doktorsritgerð sína Lifun og fylgikvillar í langvinnu eitilfrumuhvítblæði (Survival and complications in patients with chronic lymphocytic leukemia in the pre-ibrutinib era) í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands þann 24. september síðastliðinn. Andmælendur voru: dr. Carsten U. Niemann, prófessor við Rigshospitalet í Danmörku, og dr. Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir, lektor í faraldsfræði við Háskóla Íslands.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi Vilhjálms var dr. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Læknadeild og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimunar til bjargar en auk hans sátu í doktorsnefnd Magnús Gottfreðsson, prófessor við Læknadeild, Magnus Björkholm, prófessor við Karolinska Institutet og Ola Landgren, prófessor við University of Miami.

Blóðskimunarteymið óskar Vilhjálmi innilega til hamingju!

Deila

Meira

Andri Steinþór Björnsson og Inga Wessman

Hefur skimun áhrif á andlega heilsu?

Andri Steinþór Björnsson og Inga Wessman rannsaka áhrif skimunar og greiningar á forstigi mergæxlis á andlega heilsu 80 þúsund Íslendinga. Um allan heim er skimað

Heilbrigðisráðherra við opnun Blóðskimunarseturs

Stjórnarráðið – 18/05/2017 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Sigurður Yngvi Kristinsson prófessor voru samhentir við formlega opnun Blóðskimunarsetursins í liðinni viku. Ráðherrann hélt stutt ávarp og

Sigrún Þorsteinsdóttir

Sigrún Þorsteinsdóttir PhD

Blóðskimunarteymið er að rifna úr stolti yfir dr. Sigrúnu Þorsteinsdóttur, sem varði nýverið doktorsritgerð sína sem ber heitið “Beinasjúkdómur hjá sjúklingum með mergæxli og forstig