Skip to content
Search
Close this search box.

50 milljóna króna styrkur fyrir rannsóknir á mallandi mergæxli: Greining og inngrip snemma

Rannsóknarhópur

Það er okkur sannur heiður að tilkynna að Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar, hlaut á dögunum Öndvegisstyrk rannsóknasjóðs upp á 50 milljónir króna fyrir frekari rannsóknir á mallandi mergæxli.

„Styrkurinn gerir okkur kleift að bæta verulega greiningu, skilning og meðferð á mallandi mergæxli sem byggist á að greina snemma ásamt því að veita meðferð fyrr. Meginmarkmiðin eru að auka skilning á faraldsfræði og klínískri hegðun mallandi mergæxlis, meta sjúklingamiðaðar útkomur, lyfjameðferð og efla grunnrannsóknir á mergæxlum og forstigum þess.“

Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum til doktorsnema til öndvegisstyrkja. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu.

Við erum einstaklega þakklát Rannsóknasjóði fyrir þetta framlag.

Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2021

Deila

Meira

Andri Steinþór Björnsson og Inga Wessman

Hefur skimun áhrif á andlega heilsu?

Andri Steinþór Björnsson og Inga Wessman rannsaka áhrif skimunar og greiningar á forstigi mergæxlis á andlega heilsu 80 þúsund Íslendinga. Um allan heim er skimað

Starfsfólk Blóðskimunarseturs

Rúmlega þrítugur reiknir leystur af hólmi

Læknablaðið 06/2017 Ingigerður Sólveig Sverrisdóttir og Sölvi Rögnvaldsson fengu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrir framlag sitt til verkefnisins Blóðskimun til bjargar.