Skip to content
Search
Close this search box.

50 milljóna króna styrkur fyrir rannsóknir á mallandi mergæxli: Greining og inngrip snemma

Rannsóknarhópur

Það er okkur sannur heiður að tilkynna að Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar, hlaut á dögunum Öndvegisstyrk rannsóknasjóðs upp á 50 milljónir króna fyrir frekari rannsóknir á mallandi mergæxli.

„Styrkurinn gerir okkur kleift að bæta verulega greiningu, skilning og meðferð á mallandi mergæxli sem byggist á að greina snemma ásamt því að veita meðferð fyrr. Meginmarkmiðin eru að auka skilning á faraldsfræði og klínískri hegðun mallandi mergæxlis, meta sjúklingamiðaðar útkomur, lyfjameðferð og efla grunnrannsóknir á mergæxlum og forstigum þess.“

Rannsóknasjóður er leiðandi samkeppnissjóður hér á landi. Sjóðurinn styrkir verkefni á öllum sviðum vísinda, allt frá styrkjum til doktorsnema til öndvegisstyrkja. Öndvegisstyrkir eru veittir til stórra verkefna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega tengingu.

Við erum einstaklega þakklát Rannsóknasjóði fyrir þetta framlag.

Úthlutun úr Rannsóknasjóði styrkárið 2021

Deila

Meira

Áran verðlaun ÍMARK fyrir árangursríkustu herferð ársins

Blóðskimun til bjargar fékk Áruna

Nú á dögunum hlaut samstarfsaðili okkar, auglýsingastofan Hvíta húsið, Áruna fyrir aðkomu sína að verkefninu Blóðskimun til bjargar. Áran er verðlaun sem ÍMARK veitir fyrir

CNN sýnir frá rannsókninni

International Myeloma Foundation – 01/03/2017 CNN kom til landsins með hinn virta Dr. Sanjay Gupta í broddi fylkingar til þess að fjalla um Blóðskimun til