Greinin „The first wave of COVID-19 and concurrent social restrictions were not associated with a negative impact on mental health and psychiatric well-being“ var birt nýverið í Journal of Internal Medicine. Í Blóðskimun til bjargar viljum við mæla áhrif þess að skima fyrir MGUS, þess að fá að vita af MGUS greiningu, og þess að vera fylgt eftir vegna MGUS á andlega líðan. Til þess að gera það biðjum við þátttakendur reglulega að svara stöðluðum spurningalistum varðandi andlega líðan. Í þessari rannsókn notuðum við gögn sem var safnað fyrir og meðan fyrsta bylgjan af Covid reið yfir til þess að meta áhrif samfélags takmarkana á geðheilsu og andlega líðan. Rannsóknin sýndi að það voru engin neikvæð áhrif á andlega heilsu í fyrstu bylgju faraldursins.
Andleg líðan Íslendinga í fyrstu bylgju COVID-19 – grein birt í Journal of Internal Medicine

Deila
Meira

Hlýtur 300 milljóna króna styrk til rannsókna á mergæxli
12/04/2016
Háskóli Íslands – 12/04/2016 Á vef Háskóla Íslands kemur fram að hópur vísindamanna undir forystu Sigurðar Yngva Kristinssonar, prófessors í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands

Ráðstefna Perluvina
16/11/2019
Sæmundur Rögnvaldsson, læknir og doktorsnemi hjá rannsókninni Blóðskimun til bjargar, kynnti niðurstöður á ráðstefnu á vegum International Myeloma Foundation, Perluvina – félags um mergæxli, Landspítala

300 milljón króna styrkur til rannsókna á mergæxlum
14/04/2016
Vísindagátt – 14/04/2016 Í Vísindagátt er sagt frá því að Blóðskimun til bjargar, rannsóknarhópur við Læknadeild Íslands hefur fengið 300 milljóna styrk (2,4 milljónir bandaríkjadala)