Greinin „The first wave of COVID-19 and concurrent social restrictions were not associated with a negative impact on mental health and psychiatric well-being“ var birt nýverið í Journal of Internal Medicine. Í Blóðskimun til bjargar viljum við mæla áhrif þess að skima fyrir MGUS, þess að fá að vita af MGUS greiningu, og þess að vera fylgt eftir vegna MGUS á andlega líðan. Til þess að gera það biðjum við þátttakendur reglulega að svara stöðluðum spurningalistum varðandi andlega líðan. Í þessari rannsókn notuðum við gögn sem var safnað fyrir og meðan fyrsta bylgjan af Covid reið yfir til þess að meta áhrif samfélags takmarkana á geðheilsu og andlega líðan. Rannsóknin sýndi að það voru engin neikvæð áhrif á andlega heilsu í fyrstu bylgju faraldursins.
Andleg líðan Íslendinga í fyrstu bylgju COVID-19 – grein birt í Journal of Internal Medicine

Deila
Meira

Doktorsnemi hjá Blóðskimun til bjargar hlýtur verðlaun
27/08/2022
Jón Þórir Óskarsson, doktorsnemi við HÍ og starfsmaður Blóðskimunar til bjargar flutti erindi á 19. ársfundi International Myeloma Society sem haldin var í Los Angeles

Sigurður Yngvi verðlaunaður
12/06/2018
Sigurður Yngvi Kristinson, ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar, hlaut á dögunum verðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Verðlaunin eru kennd við Dr. Brian Durie,

Stærsti styrkur sem íslenskum hópi vísindamanna hefur hlotnast
12/04/2016
Hringbraut – 12/04/2016 Hópur vísindamanna undir forystu Sigurðar Yngva Kristinssonar, yngsta prófessorsins í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðings við Landspítala, hefur hlotið um