Skip to content
Search
Close this search box.

Risastyrkur til frekari rannsókna á mergæxli

Háskóli Íslands 17/03/2022.

Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðilæknir við Landspítala, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council ) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum. Á fjórða þúsund manns hefur greinst með forstig slíks æxlis í rannsókninni og lyfjarannsókn, sem sjúklingunum sem greinst hafa með lengra genginn sjúkdóm hefur verið boðið að taka þátt í, lofar afar góðu.

Deila

Meira

Rannsóknarhópur

Er skimun réttlætanleg eða ekki?

Læknablaðið 06/2016 Það er ein fjölmargra spurninga sem rannsóknarverkefninu Blóðskimun til bjargar er ætlað að svara og sagt er frá í Læknablaðinu.