Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðilæknir við Landspítala, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um 290 milljóna króna, frá Evrópska rannsóknarráðinu (European Research Council ) til þess að halda áfram rannsóknarverkefninu Blóðskimun til bjargar – þjóðarátaki gegn mergæxlum. Á fjórða þúsund manns hefur greinst með forstig slíks æxlis í rannsókninni og lyfjarannsókn, sem sjúklingunum sem greinst hafa með lengra genginn sjúkdóm hefur verið boðið að taka þátt í, lofar afar góðu.
Risastyrkur til frekari rannsókna á mergæxli

Deila
Meira

Viðtal við Sigurð Yngva í síðdegisútvarpinu
18/11/2020
Blóðskimun til bjargar er ein viðamesta rannsókn Íslandssögunnar. Blóðsýni hafa verið tekin úr um 70.000 manns og þau skimuð fyrir mergæxli, sem er alvarlegur sjúkdómur.

Blóðskimun til bjargar fær styrk frá Krabbameinsfélaginu
23/06/2023
Þær gleðifréttir bárust fyrr í vikunni þegar var úthlutað í sjöunda sinn úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins að Sigurður Yngvi Kristinsson, ábyrgðarmaður rannsóknarinnar hlaut ásamt Jóni Þóri

Mikilvæg rannsókn – þín þátttaka skiptir máli
22/02/2019
Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum, sem á ensku nefnist iStopMM (Iceland Screens, Treats or Prevents Multiple Myeloma) hefur nú staðið í rúm 3