Skip to content
Search
Close this search box.

Sigrún Þorsteinsdóttir hlýtur Forskningstalent-verðlaunin

Sigrún Þorsteinsdóttir

Við erum stolt af því að tilkynna að Sigrún Þorsteinsdóttir, læknir og nýdoktor, sem hefur verið hluti af rannsóknarhópi Blóðskimunar frá upphafi, hefur hlotið hin virtu Forskningstalent-verðlaun fyrir klínískar rannsóknir 2025 frá Kræftens Bekæmpelse í Danmörku. Hún hlaut viðurkenninguna fyrir framúrskarandi rannsóknir á fyrstu stigum mergæxlis.

Niðurstöður hennar hafa þegar haft áhrif á verklag erlendis og sannað gildi sitt við að draga úr skaða hjá sjúklingum með mergæxli eða forstig þess. Hér er að finna afar fróðlegt viðtal við Sigrúnu þar sem hún segir frá verðlaununum og rannsóknum sínum. Við óskum Sigrúnu innilega til hamingju!

Deila

Meira