Fyrir helgi bárust þær gleðifregnir að Sigurður Yngvi Kristinsson, ábyrgðarmaður rannsóknarinnar hlaut veglegan verkefnisstyrk frá Rannsóknarsjóði Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands) til þriggja ára vegna verkefnisins „Skimun fyrir Waldenström macroglobulinemia (WM) og forstigum þess hjá heilli þjóð.“ Með styrknum gefst einstakt tækifæri til að rannsaka enn frekar þau gögn sem safnast hafa og varpa þannig ljósi á hvernig hægt er að bæta greiningu og skilning á WM og skoða hvaða áhrif það hefur að greina forstig WM og grípa snemma inn í.
Sigurður Yngvi hlýtur styrk til þriggja ára úr Rannsóknarsjóði RANNÍS
Deila
Meira

Viðtal við Sigurð Yngva í síðdegisútvarpinu
18/11/2020
Blóðskimun til bjargar er ein viðamesta rannsókn Íslandssögunnar. Blóðsýni hafa verið tekin úr um 70.000 manns og þau skimuð fyrir mergæxli, sem er alvarlegur sjúkdómur.

Hefur skimun áhrif á andlega heilsu?
23/06/2020
Andri Steinþór Björnsson og Inga Wessman rannsaka áhrif skimunar og greiningar á forstigi mergæxlis á andlega heilsu 80 þúsund Íslendinga. Um allan heim er skimað

Stærsta rannsókn á mergæxli í heimi
03/04/2020
Fréttablaðið – 03/04/2020 Alls hafa 24 verið greindir með mergæxli í rannsókninni Blóðskimun til bjargar. Í dag kynnir Sigrún Þorsteinsdóttir læknir fyrstu niðurstöður úr rannsókninni