Skip to content
Search
Close this search box.

Fyrsta greinin birt í Blood Cancer Journal

Í maí 2021 var fyrsta greinin birt í Blood Cancer Journal. „Iceland screens, treats, or prevents multiple myeloma (iStopMM): a population-based screening study for monoclonal gammopathy of undetermined significance and randomized controlled trial of follow-up strategies“ Í þessari fyrstu grein rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar var aðferðarfræði rannsóknarinnar lýst í smáatriðum og skráning tekin saman. Með þessu var rannsóknin kynnt fyrir vísindaheiminum og sýnt fram á að þátttaka er góð og að rannsóknin muni geta náð markmiðum sínum.

Deila

Meira

Guðrún Ásta Sigurðardóttir og Elín Ruth Reed

Blóðskimun til bjargar um land allt

Blóðskimunarteymið lagði land undir fót og setti í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri upp tímabundna starfsstöð, til að koma til móts við þátttakendur á landsbyggðinni