Sigurður Yngvi Kristinson, ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar, hlaut á dögunum verðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Verðlaunin eru kennd við Dr. Brian Durie, stjórnarformann Alþjóðamergæxlissamtakanna og frumkvöðul í meðferð krabbameina, en þau voru nú afhent í fyrsta skipti af Alþjóðamergæxlissamtökunum. Aðalmarkmið samtakanna er að finna lækningu við mergæxli. Þessi mikli heiður hvetur Blóðskimunarteymið að sjálfsögðu til dáða í rannsóknarstörfum sínum.
Sigurður Yngvi verðlaunaður
Deila
Meira

300 milljóna króna styrkur til rannsókna á mergæxlum
13/04/2016
Bylgjan – 13/04/2016 Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum sem leiðir rannsóknina Blóðskimun til bjargar segir frá henni í Bítinu á Bylgjunni.

300 milljóna styrkur fyrir lífsýnasafn rannsóknarinnar Blóðskimunar til bjargar
05/03/2019
Blóðskimun til bjargar hlaut á dögunum ríflegan styrk sem gerir Sigurði Yngva Kristinssyni og samstarfsfólki hans kleift að byggja upp einstakt lífssýnasafn í kringum verkefnið

Viðtal við Sigurð Yngva í síðdegisútvarpinu
18/11/2020
Blóðskimun til bjargar er ein viðamesta rannsókn Íslandssögunnar. Blóðsýni hafa verið tekin úr um 70.000 manns og þau skimuð fyrir mergæxli, sem er alvarlegur sjúkdómur.