Í desember 2021 var greinin „Monoclonal gammopathy of undetermined significance and COVID-19: a population-based cohort study“ birt í Blood Cancer Journal og er önnur greinin sem birtist þar á árinu. Forstig mergæxlis hefur verið tengt skertu ónæmissvari og sýkingum í fyrri rannsóknum og kenningar hafa verið uppi um að forstig mergæxlis gæti haft áhrif á smithættu og horfur í COVID-19. Þessi rannsókn er sú stærsta og ítarlegasta um þetta efni og sýndi að forstig mergæxlis hefur ekki áhrif á smithættu eða horfur í COVID-19. Niðurstöðurnar eru óvæntar og endurspegla það hvernig niðurstöður úr Blóðskimunn til bjargar geta breytt sýn okkar á sjúkdómnum.
Forstig mergæxlis ekki tengt auknum líkum á COVID-19 – grein birt í Blood Cancer Journal
Deila
Meira

Blóðskimun hlýtur styrk frá Krabbameinsfélagi Íslands
19/06/2025
Það er mikill heiður fyrir Sigurð Yngva Kristinsson, prófessor og ábyrgðarmann rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar að fá styrk úr síðustu úthlutun Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Sjóðurinn

Um fjögur þúsund með forstig mergæxlis
21/12/2021
Í frétt Morgunblaðsins 20. desember 2021 kemur fram að um 5% þátttakenda 40 ára og eldri í rannsókninni „Blóðskimun til bjargar“ greindust með forstig mergæxlis.

Lærdómur af íslenskum genarannsóknum
01/06/2017
The Scientist – 01/06/2017 Í grein á vef The Scientist segir að einstök blanda af erfðafræðilegri einsleitni, ættfræðihefð og mikill þátttöku í rannsóknum geri