Vilhjálmur Steingrímsson varði doktorsritgerð sína Lifun og fylgikvillar í langvinnu eitilfrumuhvítblæði (Survival and complications in patients with chronic lymphocytic leukemia in the pre-ibrutinib era) í læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands þann 24. september síðastliðinn. Andmælendur voru: dr. Carsten U. Niemann, prófessor við Rigshospitalet í Danmörku, og dr. Kristjana Hrönn Ásbjörnsdóttir, lektor í faraldsfræði við Háskóla Íslands.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi Vilhjálms var dr. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við Læknadeild og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimunar til bjargar en auk hans sátu í doktorsnefnd Magnús Gottfreðsson, prófessor við Læknadeild, Magnus Björkholm, prófessor við Karolinska Institutet og Ola Landgren, prófessor við University of Miami.
Blóðskimunarteymið óskar Vilhjálmi innilega til hamingju!