Vísindasjóður Landspítala afhenti í liðinni viku styrki til ungra vísindamanna á Landspítala við hátíðlega athöfn.
Meðal styrkhafa var okkar eigin Aðalbjörg Ýr Sigurbergsdóttir sérnámslæknir og doktorsnemi hjá Sigurði Yngva Kristinssyni, ábyrgðarmanni rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar, fyrir rannsóknina „Lifun og dánarorsakir einstaklinga með góðkynja einstofna mótefnahækkun – niðurstöður úr Blóðskimun til bjargar”. Meðumsækjandi hennar var Þorvarður Jón Löve, prófessor.
Innilega til hamingju!