Skip to content
Search
Close this search box.

Jón Þórir ver doktorsritgerð

Í liðinni viku varði Jón Þórir Óskarsson doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið „Innsýn í beinmerginn: Notagildi frumuflæðisjár við greiningu á góðkynja einstofna mótefnahækkun”.

Andmælendur voru dr. Kwee Yong, prófessor við Cancer Institute, University College London, og Mona Høysæter Fenstad, ráðgjafi við St. Olavs-sjúkrahúsið í Þrándheimi. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar.

Auk hans sátu í doktorsnefnd Alberto Orfao, prófessor, Róbert Pálmason, sérfræðilæknir og Sigrún Þorsteinsdóttir læknir og nýdoktor.

Jón Þórir hefur um árabil verið partur af rannsóknarhópi Blóðskimunar, sem samgleðst mjög og óskar Jóni Þóri innilega til hamingju með þennan merka áfanga!

Deila

Meira

Sigrún Þorsteinsdóttir

Stærsta rannsókn á mergæxli í heimi

Fréttablaðið – 03/04/2020 Alls hafa 24 verið greindir með mergæxli í rannsókninni Blóðskimun til bjargar. Í dag kynnir Sigrún Þorsteinsdóttir læknir fyrstu niðurstöður úr rannsókninni

CNN sýnir frá rannsókninni

International Myeloma Foundation – 01/03/2017 CNN kom til landsins með hinn virta Dr. Sanjay Gupta í broddi fylkingar til þess að fjalla um Blóðskimun til