Skip to content
Search
Close this search box.

Jón Þórir ver doktorsritgerð

Í liðinni viku varði Jón Þórir Óskarsson doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið „Innsýn í beinmerginn: Notagildi frumuflæðisjár við greiningu á góðkynja einstofna mótefnahækkun”.

Andmælendur voru dr. Kwee Yong, prófessor við Cancer Institute, University College London, og Mona Høysæter Fenstad, ráðgjafi við St. Olavs-sjúkrahúsið í Þrándheimi. Umsjónarkennari og leiðbeinandi var Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar.

Auk hans sátu í doktorsnefnd Alberto Orfao, prófessor, Róbert Pálmason, sérfræðilæknir og Sigrún Þorsteinsdóttir læknir og nýdoktor.

Jón Þórir hefur um árabil verið partur af rannsóknarhópi Blóðskimunar, sem samgleðst mjög og óskar Jóni Þóri innilega til hamingju með þennan merka áfanga!

Deila

Meira

Risastyrkur til frekari rannsókna á mergæxli

Háskóli Íslands 17/03/2022. Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum við Læknadeild Háskóla Íslands og sérfræðilæknir við Landspítala, hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk, jafnvirði um

Ráðstefna Perluvina hópmynd

Ráðstefna Perluvina

Sæmundur Rögnvaldsson, læknir og doktorsnemi hjá rannsókninni Blóðskimun til bjargar, kynnti niðurstöður á ráðstefnu á vegum International Myeloma Foundation, Perluvina – félags um mergæxli, Landspítala