Nú á dögunum hlaut samstarfsaðili okkar, auglýsingastofan Hvíta húsið, Áruna fyrir aðkomu sína að verkefninu Blóðskimun til bjargar. Áran er verðlaun sem ÍMARK veitir fyrir árangursríkustu auglýsingaherferð ársins. Herferðin var samvinnuverkefni Blóðskimunarteymisins, Hvíta hússins, Loftfarsins og Atons. Við í Blóðskimunarteyminu erum stolt af samstarfinu og himinlifandi yfir árangrinum. Við óskum öllum hlutaðeigandi til hamingju og þökkum þeim sem veitt hafa samþykki sitt fyrir þátttöku í rannsókninni kærlega fyrir.
Blóðskimun til bjargar fékk Áruna
Deila
Meira
Lærdómur af íslenskum genarannsóknum
01/06/2017
The Scientist – 01/06/2017 Í grein á vef The Scientist segir að einstök blanda af erfðafræðilegri einsleitni, ættfræðihefð og mikill þátttöku í rannsóknum geri
Algengi forstigs mergæxlis lýst í fyrsta skipti með niðurstöðum Blóðskimunar til bjargar
24/03/2023
Í frétt á vef HÍ segir frá afrakstri vísindafólks Blóðskimunar til bjargar. Læknarnir Sigrún Þorsteinsdóttir og Sigurður Yngvi Kristinsson ásamt stórum hópi fólks sem að
Blóðskimun til bjargar hófst með formlegum hætti í dag
15/11/2016
Feykir – 15/11/2016 Á vef Feykis er sagt frá því að Blóðskimun til bjargar – þjóðarátak gegn mergæxlum hófst með formlegum hætti í Norræna húsinu