Nú á dögunum hlaut samstarfsaðili okkar, auglýsingastofan Hvíta húsið, Áruna fyrir aðkomu sína að verkefninu Blóðskimun til bjargar. Áran er verðlaun sem ÍMARK veitir fyrir árangursríkustu auglýsingaherferð ársins. Herferðin var samvinnuverkefni Blóðskimunarteymisins, Hvíta hússins, Loftfarsins og Atons. Við í Blóðskimunarteyminu erum stolt af samstarfinu og himinlifandi yfir árangrinum. Við óskum öllum hlutaðeigandi til hamingju og þökkum þeim sem veitt hafa samþykki sitt fyrir þátttöku í rannsókninni kærlega fyrir.
Blóðskimun til bjargar fékk Áruna
Deila
Meira

Doktorsnemi hjá Blóðskimun til bjargar hlýtur verðlaun
27/08/2022
Jón Þórir Óskarsson, doktorsnemi við HÍ og starfsmaður Blóðskimunar til bjargar flutti erindi á 19. ársfundi International Myeloma Society sem haldin var í Los Angeles

300 milljóna króna styrkur til rannsókna á mergæxlum
13/04/2016
Bylgjan – 13/04/2016 Sigurður Yngvi Kristinsson, prófessor í blóðsjúkdómum sem leiðir rannsóknina Blóðskimun til bjargar segir frá henni í Bítinu á Bylgjunni.

Um fjögur þúsund með forstig mergæxlis
21/12/2021
Í frétt Morgunblaðsins 20. desember 2021 kemur fram að um 5% þátttakenda 40 ára og eldri í rannsókninni „Blóðskimun til bjargar“ greindust með forstig mergæxlis.