Skip to content
Search
Close this search box.

Sigurður Yngvi verðlaunaður

Sigurður Yngvi verðlaunaður

Sigurður Yngvi Kristinson, ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Blóðskimun til bjargar, hlaut á dögunum verðlaun fyrir framúrskarandi rannsóknir á sviði mergæxla. Verðlaunin eru kennd við Dr. Brian Durie, stjórnarformann Alþjóðamergæxlissamtakanna og frumkvöðul í meðferð krabbameina, en þau voru nú afhent í fyrsta skipti af Alþjóðamergæxlissamtökunum. Aðalmarkmið samtakanna er að finna lækningu við mergæxli. Þessi mikli heiður hvetur Blóðskimunarteymið að sjálfsögðu til dáða í rannsóknarstörfum sínum.

Deila

Meira

Veglegur styrkur frá World Cancer Research Fund

Sæmundur Rögnvaldsson læknir og nýdoktor, fékk á dögunum veglegan styrk til að kanna ásamt rannsóknarhópi Blóðskimunar, tengsl lífstílsþátta við líkur á því að þróa með

CNN sýnir frá rannsókninni

International Myeloma Foundation – 01/03/2017 CNN kom til landsins með hinn virta Dr. Sanjay Gupta í broddi fylkingar til þess að fjalla um Blóðskimun til